Guð minn almáttugur. Þú veist að það þarf meira en kunnáttu í tónfræði til að semja góða tónlist. Hvernig höfðaru best til fólks? Jú með því að semja beint frá hjartanu, frá tilfinningum þínum. Þetta kunnu menn eins og Kurt Cobain, Jeff Buckley og Neil Young (TIL DÆMIS) og fólk er allt of mikið að pæla í tæknilegum hluta tónlistarinnar. Af hverju helduru að þessir menn séu svona vinsælir? Jú af því að þeir kunna að semja frá hjartanu, eitthvað sem margir vilja líta yfir. Flókin lagasmíð er ekki endilega góð lagasmíð sama hvað þú heldur.
Hvað var pönkið? Það var einföld tónlist sem HÖFÐAÐI TIL HLUSTANDANS. Hvað var Grunge? Einfaldari tónlist sem HÖFÐAÐI TIL HLUSTANDANS. (T.d. þá var prog-rokkið komið í alltof mikla steypu til að höfða til fólksins(eða hins almenna hlustanda), þó hún hafi mjög margt gott til brunns að bera)
Tónlist þarf ekki að vera flókin til að vera góð/merkileg. En mér finnst stórmerkilegt að menn sem læra á hljóðfæri/tónfræði hætta oft að sjá kjarnann í tónlistinni (tilfinninguna!) og vilja bara einblína á tæknilega getu manna. Þetta finnst mér mjög miður.
Það er ekki auðvelt að gera tónlist sem hefur jafn mikil áhrif og Nirvana, Alice in Chains, STP, Soundgarden og bara öll Grunge-senan. Og því finnst mér þessir menn oft vera VANMETNIR. Grunnskólakrakkar eru ekki að fara semja tónlist sem hafa jafn mikil áhrif á tónlistarsöguna og Grungeið hefur gert og því finnst mér þessi rök þín vera sprenghlægilega heimskuleg :)