Þú skrifaðir hér grein, smábarnalega og asnalega og ætlaðist til að aðrir gæfu þér eitthvað almennilegt. Ég skrifaði um mitt álit á Oasis, án þess að vera með persónuárásir eða leiðindi. Þú brjálaðist vegna þess að ég tilbað þá ekki, frussaðir einhverja vitleysu en réðist þó helst á mig. Reyndu nú að haga þér eins og siðaður maður OK.
“ertu að tala um vín eða ertu bara þykjast vera einhver gagnrýnandi?”
- Ekki segja mér að þú hafir aldrei heyrt um að tónlist eldist misvel!
“djöfull hlýturu að hafa verið stoltur eftir að hafa komist svona að orðum”
- Bara spurning um orðaval, það er ekki eins og sjarmur sé eitthvað sjaldgæft!
“þarna kom ensk sletta”
- Enskusletturnar eru vegna þess að ég les mikið um tónlist og stunda oft ýmis konar tónlistarumræður á netinu, þetta lærist. Skemmtilegastar af þessum umræðum var þegar einn af ykkur Oasis aðdáendunum kom og fór að segja að Oasis væru næst bestir á eftir Bítlunum, þessi gaur rak víst einhverja Oasis heimasíðu, Be here now minnir mig en þessi maður var svo heimskur, hann vissi ekkert um tónlist, eina sem hann gat sagt var hversu margar plötur þeir hefðu selt!
“oasis” snýst ekki um að fá “catchy tune”
- Hvað þá spyr ég? Ekki er það tilraunamennska, fjölbreyttni, persónulegir textar, framandleg hljóðfæraskipan, fagmannleg eða áhugaverð spilamennska? HVAÐ? Ef þú tekur það frá þeim hvað er þá eftir?
“aftur á móti eru einu lögin sem þú og hinir popptíví-fm fólk”
- Já, kallaðu mig popptíví-fm mann, af þeim 200+ hljómsveitum og tónlistarmönnum sem ég held upp á þá fá Oasis sennilega eina ef ekki mestu spilun á þessum stöðvum!
“EN HVERJUM ER EKKI DRULLU SAMA? ÉG VAR EKK AÐ BYÐJA ÞIG UM AÐ ”%&“$% GREINA diskanna”
- Það að telja upp bestu lögin og segja nokkur orð um plötuna telst ekki að greina plötur, ég sá einhvern tíma greiningu á Bohemian rhapsody (Queen) og var hún 5xlengri en allur pósturinn á þessum þræði, þá er farið í allt, hver lína túlkuð til hins ítrasta, tilfinningar höfundsins, hvaðan kemur trommutakturinn og bla bla bla!
“þarna vantaði ”THE MASTERPLAN“”
- Ég á The Masterplan, keypti hana út af tónleikaútgáfunni af I am the walrus, sem hljómar ferskara en allt annað á plötunni, þrátt fyrir að vera frá 67!
“Ekkert nýtt eða frumlegt á STANDING ON THE SHOULDERS OF GIANTS”
- Nei, þetta er varfærnislegt og klaufalegt fikt við electronicu, gamaldags sítarar og fiðlur, svo eru notaðar 30 ára gamlar lummur eins og afturábak gítarsólóar.
“aldrei held ég að plata frá einni hljómsveit hafi yfir að geyma svona marga tónlistar stíla”
- Nú er komið að mér að hlæja! Ha ha ha ha ha, annaðhvort hefur þú aldrei hlustað á Standing.. eða þú hefur aldrei hlustað á neitt annað, þvílíkt bull, hvað vantar marga kafla í rokksöguna hjá þér?
“Litle James: rólegt og yndislegt lag í anda Lennons”
- Hey þarna ert þú að GREINA tónlistina engu minna en ég! WANNABECRITIC!!!!!
“Já, þetta er svona lauslegt svar”
- Ég bað um almennilegt svar og þú kallar þetta lauslegt svar? Þú hefðir alveg eins getað sagt: Fuck you dude! Álíka merkilegt!
“ég veit… ”VEIT“ að þú ert grenjandi núna á meðan þú lest þetta”
- Af hverju ætti ég að vera að því? Ekkert sem þú skrifaðir sýnir nokkurt vit, hvað þá veikir það sem ég skrifaði!
“Einfaldlega fáranlega orðað hjá þér”
- Hvað er fáránlega orðað?
“skaltu backa það upp með einhverju”
- Aðalástæðan er þessi: þegar ég fékk þessa plötu þá hafði ég ekki hlustað á nærri því ekki eins mikið og ég hef núna og hélt að þetta væri FRUMLEGT rokk (silly me), svo mörgum árum seinna keypti ég hana aftur því mig minnti að hún hefði verið svo góð en hvað heyrði ég? Ófrumlegt og óspennandi klúbba-rokk sem hafði örugglega verið spilað á hverjum degi í Englandi síðustu 30 árin af einhverri hljómsveitinni á einhverjum klúbbnum.
“út af því að ég nenni því ekki”
- Nennir ekki eða getur ekki? Þá meina ég án þess að blóta skilurðu!
Ég efa að Oasis verði minnst í framtíðinni, ég meina hvað gerðu þeir svosem? Þeir hafa núna verið lengur starfandi en Bítlarnir (sem útgáfuhljómsveit) en hafa aðeins gefið út 4 plötur, þeir gerðu ekkert tímamótaverk, þeir ýttu rokktónlistinni ekki út í neinar nýja áttir, það eina sem þeir gerðu var að semja full af auðmeltum melódíum og vera duglegir við að halda sér í sviðsljósinu með allskyns barnaskap.
ÞAÐ ER ALLT OG SUMT!!
Ps. Kallaðu mig bara hálfvita, wannabecritic eða segðu mér að ég sé sorglegur eða bara allt sem þér dettur í hug, mér stendur á sama.