Þið trúið ekki hvað íslenskar hljómsveitir fá fyrir hvern geisladisk sem er seldur á klakanum!Sálin Hans Jóns Míns er talin vera með mjög góðan díl,300kr pr. CD
Annað dæmi:
Írafár voru að gera samning við Skífuna,Írafár borgar allan upptökukostnað sjálf,Skífan gefur þau út,og Írafár fær ekkert fyrir hvern disk sem þeir selja í staðinn. Að vísu fá þeir auglýsingar á Bylgjunni,Stöð 2 og svoleiðis.
Getiði þá ímyndað ykkur hvað bönd eins og Maus og Botnleðja voru að fá?
Maus borgaði sig útúr samningi frá Skífunni:2millur takk fyrir!
Barði Bang Gang er með svipaða sögu af sér!
Og vitiði hvað það kostar að taka upp svona 8-10laga plötu?
Ég veit allaveganna að Douglas Dakota með Botnleðju fór yfir 2milljónir!Þetta er svo fáránlegt að það hálfa væri nóg.
Plötubúðir taka 1000kall fyrir plötuna,Skífan útgáfufyrirtæki greinilega líka, og í hvaða vasa fer það ef að ég myndi kaupa plötu með Írafár í Skífunni?2000 kall í vasann hjá Jóni u know who!að vísu tók ég ekki virðisaukann með í dæmið en u get the picture!Edda útgáfufyrirtæki er samt með aðeins skárri hugmyndir en Skífan,og ætlar að reyna sig við erlendan markað. Þó að þeir séu ekki að hugsa um að selja Úlpu í milljónum eintaka þá eru 7000 eintök þar skárra en 200eintök hér. En það væri ekki nóg fyrir Skífuna! Besta leiðin til gefa eitthvað út fyrir ungar Hljómsveitir er að gera það sjálfir eins og Sofandi og KUAI gerðu!
Lifi Byltingin