Ég er búinn að búa til lagið Bliss (Muse) í GarageBand sem er tónlistarforrit. Einu alvöru hljóðfærin eru gítarinn og söngurinn.
Mig langaði að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um þetta.
Vil taka nokkur atriði fram.
Lagið er ekki alveg í fullri lengd, seinasta viðlaginu sleppti ég.
Erfiðast er auðvitað að ná söngnum því enginn getur sungið eins og Matt Bellamy þannig að ekki vera of dómhörð á hann, ég gerði mitt besta.
Og tek það fram að þetta var alls ekki sungið með neinum stúdíómæk heldur bara innbyggða micnum.
http://media.putfile.com/Bliss-Cover-60
Þarna getiði hlustað á þetta og endilega segið skoðanir, engin skítköst samt. :):)
Bætt við 24. júní 2007 - 18:33
Ah! Gleymdi einu.
Þetta er “Live” útgáfan af bliss sem sagt eins og þeir spila það á giggum. :) Þannig að ég lét gervi-áhorfenda-hljóð í byrjun :)