ég er kominn með þennan grip í hendurnar. Þetta lítur allt mjög vel út og er ég sáttur við útlit plötunnar og innihald bookletsins (aðallega myndir af meisturunum).
Þarna eru að sjálfsögðu þeirra þekktustu og vinsælustu lög eins og Cherub Rock, Today, Disarm, Bullet With Butterfly Wings, 1979, Zero og Ava Adore.
Mér finnst gaman að sjá “fan-favorite” eins og Drown hérna (reyndar bara tæplega 5 mín edit, ekki 8 original mínuturnar). gaman líka að sjá Eye hérna, tölvupopp í hæsta gæðaflokki!
Það sem vantaði á Rotten Apples (hefðu þurft að gefa út 2CD bara best of): I Am One, Tristessa og Snail af Gish. Soma, Rocket og Mayonaise af Siamese Dream. 33, Bodies og Thru The Eyes Of Ruby af Mellon Collie…. The End Is The Beginning Is The End (af Batman & Robin Soundtrackinu!). Pug, Tear, Once Upon A Time og Blank Page af Adore. Age Of Innocence, With Every Light og The Crying Tree Of Mercury af MACHINA. Dross, Cash Car Star og White Spider af MACHINA II.
Á Judas O var gaman að sjá vel geymda (en ekki gleymda) Smashing Pumpkins-klassíkera eins og The Aeroplane Flies High (Turns Left, Looks Right), Hers's To The Atom Bomb, Set The Ray To Jerry(!!!!), My Mistake, Blissed And Gone, Lucky 13 og Marquis In Spades.
Ég hefði líka viljað sjá (Þau hefðu líka þurft að gefa út tvöfaldan best-of b-sides!): Ugly (1979 b-side), Mouths Of Babes og God (Zero b-sides), Medellia Of The Grey Skies, Tonite Reprise og ROTTEN APPLES (Tonight,Tonight b-sides), Transformer og The Last Song (33 b-sides), Once In A While (Ava Adore b-side) og Speed Kills (Stand Inside Your Love B-side).
en það er náttúrulega ekki hægt að gera öllum til geðs, enda úr miklu að velja! það hefði ekki verið hægt að gera betur nema að þau hefðu gefið í 4 diska sett (sem hefði verið geðveikt).
Ég mæli með þessu fyrir alla Samshing Pumpkins aðdáendur, sama hvort þið eigið alla diskana eða ekki, Judas O er skyldueign allra Smashing Pumpkins fans! og þetta er nú þegar búið að refresha Smashing Pumpkins ást mína!
Rotten Apples/Judas O *****/*****
-frábær best of plata með bestu hljómsveit í heimi, blessuð sé minning þeirra! húrra, húrra, húrra húrra!!!!
-TheCure