Mínus - The Great Northern Whalekill
Jæja góðann daginn
Eru menn búnir að tjékka á þessari plötu?. Ég fjárfesti í gripnum og ég verð að segja að ég er hæstánægður með þetta!. Var soldið smeykur að setja hana í spilarann aðalega vegna þess hve Halldór Laxness var góð en TGNW er bara mjög rökrétt framhald af Dóra Lax. Eitt það helsta sem maður tekur eftir er hvað Krummi er orðinn betri söngvari. EKki það að hann hafi verið eitthvað lélegur á HL en hann er farinn að taka meiri sénsa sem kemur mjög vel út bara. Maður plöturnnar er samt klárlega Bjössi sem ég er ekki frá því að sé einn besti trommari í rokkinu í dag. Öll pródúsering og sánd er einnig til fyrirmyndar.
Hvernig eruð þið að fíla plötuna?