mér finnst þetta term: emo vera það fáránlegasta sem er notað til að flokka tónlist á eftir hugsanlega post-rock .. (ekki misskilja ég elska post-rock en þetta nafn er skelfin)
Mín skoðun er að ef tónlist er gerð án tilfinninga (þ.e. emo er stytting á emotional) hvers lags tónlist er það þá? Ef þú setur ekkert af sjálfum þér eða þínum tilfinningum í tónlistina verður ekkert úr nema e-ð sterílt pungsvitarokk í mesta lagi. Það er mín skoðun að öll tónlist sem er eitthvað varið í sé að einhverjum hluta emo, þ.e emotional. Dæmi:
Converge - Jane Doe: Þetta er án ef eitt tilfinningaþrungnasta lag sem ég hef nokkurtíman heyrt án þess nokkurtíman að líkjast því sem er label-að sem Emo ákkurat núna
The Mars Volta - Televators: Allt öðruvísi lag en sama hátt þrungið tilfinningum
Godspeed you! black emperor - Sleep (eða hvaða lag sem er): Enginn söngur, ekkert til að tjá virkilega angist eða sorg eða reiði en það skiptir engu máli tilfinningin sem maður fær af því að hlusta á GY!BE er eitthvað ofar öllu öðru sem ég hef hlustað á áður.
Skoðanir?