Ég er með smá kvörtun…….
Ég er 28 ára gömul stelpa, ég hlusta á rokktónlist og það hef ég alltaf gert. Ég hef hlustað á X-ið
í mörg ár(milljón ár) og hef yfirleitt haft gaman af þessari annars ágætu
rokkstöð. Nú nýverið hef ég hins vegar tekið eftir því að tónlistin sem
er verið að spila er langt frá því að vera góð og mætti jafnvel telja margt af
þessu til hljóðmengunar!!!
Ég vil nú engan móðga eða vera dónaleg við einn eða neinn, en undanfarið
hef ég einfaldlega ekki getað hlustað á X-ið!! Mér þykir miður að á
þessari svokölluðu ROKKSTÖÐ, er nú spiluð tónlist sem seint getur talist
til rokktónlistar og ef ég má vera hreinskilin er margt af þessu hreinn
viðbjóður!!! Ég hef oftar en einu sinni þurft að skipta yfir á Rás 2 til
að fá meira rokk í æðarnar!!! (Þá hlýtur nú eitthvað mikið að vera að!) Ég meina það er nú heldur ekki úr miklu að velja eftir að Xfm hætti….
Kannski þeir ættu að hætta að auglýsa sig sem ROKKSTÖÐ þar sem mér þykir
það nokkuð kaldhæðnislegt…..Miðað við tónlistarstefnuna verður örugglega
ekki langt í að þeir gætu hreinlega sameinast við FM 95.7!!
Eins og fyrr segir vildi ég ekki móðga neinn með þessari kvörtun minni, ég
vill einungis hlusta á góða rokktónlist og vona að þeir fari að bæta úr þessu sem fyrst!!!
Lifi rokkið!!!!!
Kv. PUG :)