Ég hef lengi verið Incubus aðdáandi og ætla pottþétt á tónleikana. Hvað varðar nýju plötuna þá finnst mér þetta vera þeirra besta plata, sem er að segja nokkuð því að Science hefur lengi verið í miklu uppáhaldi. Mæli btw aðð fólk gefi þessari plötu séns því það tekur smá hlustun áður en maður byrjar að fíla hana að alvöru. En hvað lögin varðar þá finnst mér þau öll frábær, en þau sem skara sérstaklega framúr að mínu mati eru líklega Love Hurts, Dig, Paper Shoes og Pendulous Threads. Annars er bara langbest að hlusta á kvikindið í heild sinni, á repeat.
ps. Ég hef tekið etir því að margir hafa mikla fordóma gagnvart Incubus og segja þá jafnvel vera eitthvað nu-metal-skater-rokk. Það er algjört bull. Þeir gerðu 2 plötur sem voru kannski heldur í mainstream áttina(Make Yourself og Morning View) en fyrir utan þær þá er nokkuð mikið um tilranakennda og mjög frumlega tónlist. Þessar 2 plötur þarna komu Incubus hins vegar almenninlega “á kortið” og þekkja flestir sveitina út frá lögum á þessum plötum, en þess má geta að þeir voru svo óánægðir með ófrumleika þessara platna að þeir ráku upptökustjórann sinn.
Allavega, það sem ég er að reyna að segja er að Incubus er alvöru hljómsveit, með frábæra hljómfæraleikara og söngvara og verðskulda mun meiri virðingu en flestir gefa þeim. Tjekkið á nýju plötunni ásamt “Science” og “A Crow left of the murder” og ég ábyrgist að flest ykkar verði ekki fyrir vonbrigðum.
Chelsea till I die!