Jet Black Joe í Iðnó
Ég skellti mér á Jet Black Joe tónleikana í gær og voru þetta fínir tónleikar fyrir utan að ekki var tekið við Airwaves miðum eins og auglýst hafði verið og þurftu menn því að kaupa sér annan miða á þessa tónleika. Jet Black Joe voru góðir en það er nokkuð ljóst að þeir þurfa að spila sig betur saman ef þeir ætla að ná fyrri heimsyfirráðum. Flest lögin heppnuðust vel en lagið Falling sem er eitt af þeirra frægari lögum var afar slakt hjá þeim og vorkenndi maður þeim þegar þeir voru að rauna staulast í gegnum lagið en sem betur fer heppnaðist annað vel. Hápunktur tónleikanna var þegar þeir tóku lögin Rain og Fly away og Higher and Higher. Þeir voru svo klappaðir upp og tóku lagið I know. Það sem setti svartan blett á þessa tónleika var jakkafataliðið og ber þar helst að nefna Ingvar Þórðarson KAFFIBARSROTTU sem stóð í miðjum salnum og ýtti fólki í burtu svo hann og konan hans hefðu auða sjónlínu í gegnum salinn að sviðinu. Ekki nóg með það þá var einhver þroskaheftur maður að dansa fyrir framan hann og stað þess að færa sig í burtu þá kýldi hann manninn í hnakkann og þegar maðurinn snéri sér við þá réðst hann á hann og lét svo henda honum út. Í mínum augum er þessi maður fífl með mikilmennsku brjálæði. Geta menn ekki átt bar og leikhús án þess að berja þroskaheft fólk upp úr þurru. Annars voru þetta góðir tónleikar.