Saga!
Nirvana var stofnuð árið 1987 í Aberdeen, Washington, þegar Kurt Cobain kynntist Krist Novoselic, í gegnum hljómsveitina The Melvins. Áður en þeir stofuðu Nirvana, voru þeir í mörgum hljómsveitum saman. Bleach var heitið á fyrstu breiðskífu sveitarinnar og kom hún út árið 1989. Eftir Bleach kom Nevermind árið 1991, þekktasta skífa þeirra félaga. Incesticide, sem var þriðji diskurinn, kom út árið 1992, og eru á þeim disk ‘B-sides’. Síðasti diskurinn sem kom út meðan Nirvana var ennþá starfandi, var In Utero, árið 1993. Seinna eftir að Nirvana hætti, komu út nokkrir diskar. MTV Unplugged in New York kom út í nóvember 1994. From the Muddy Banks of Wishkah kom út 1996, sem eru tökur frá tónleikum á árunum 1989-1994.

Meðlimir

Lengst af
Kurt Cobain - söngur, gítar(1987–1994)
Krist Novoselic - bassi (1987–1994)
Dave Grohl - trommur (1990–1994)

Styttri tímabil
Aaron Burckhard - trommur (1987–1988)
Dale Crover - trommur (1987–1988, 1990)
Dave Foster - trommur (1988)
Chad Channing - trommur (1988–1990)
Jason Everman - gítar (1989)
Dan Peters - trommur (1990)
Pat Smear - gítar (1993–1994)


Tekið af wikipedia og sett saman af mér…