Noise með nýja plötu "Wicked"
Önnur plata rokksveitarinnar noise er komin út og nefnist hún Wicked. Platan inniheldur 12 frumsamin lög. Upptökum stjórnaði Ragnar Sólberg, forsprakki Sign. Hann sá einnig um hljóðblöndun ásamt noise mönnum. Framundan er mikil spilamennska í tilefni útgáfunnar. Þá eru noise að vinna að þremur myndböndum við lög af plötunni. Útgáfutónleikar verða haldnir í næsta mánuði og verða auglýstir síðar. Wicked með noise er komin í allar helstu plötuverslanir.