1. Iron Maiden - Seventh Son Of A Seventh Son. Að mínu mati fullkominn diskur, ekki leiðinleg sekúnda á þessum disk (að þögnum undanskildum, en þær teljast samt ekki leiðinlegar, bara… hlutlausar)
2. Nile - Annihilation of the Wicked. Sama og með Seventh Son, ekki leiðinleg nóta á þessum disk, hvert lagið lætur mig fá gæsahúð frá haus og niðurúr.
3. Behemoth - Demigod. Besti diskur Behemoth þegar maður átti ekki von á að þeir gætu toppað forvera sinn… aftur. Finnst allir Behemoth diskarnir góðir, og ég efaðist um að þeir gætu gert betri diska en þeir sem voru komnir út en Demigod er það lang besta sem þeir hafa gert. Maður heyrir fyrsta lagið og hugsar Fokk þetta hlýtur að vera besta lagið á plötunni, ekki séns að það sé til flottara lag… þangað til næsta lag byrjar.. Og svona er það allan diskinn. ég elska Behemoth, það er ekki hægt að gera annað.
4. Decapitated - Winds Of Creation. Teknískur Death metall eins og hann gerist bestur, allt flott við þennan disk.
5. Death - Leprosy. Var ekki viss hvað Death disk ég ætti að setja, allir svipað góðir, það er bara eitthvað við Leprosy sem ég elska..