Jæja, þá er að taka fram prjónana.
Matreiðslutími: 40 mín
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
600 g svínakjöt
480 g kínakál
40 g bambusspírur
40 g gulrætur
40 g sveppir
4 msk vatn
1 ½ tsk salt
1 ½ tsk þriðja kryddið
1 tsk kartöflumjöl
hvítlaukur, ögn af fínsöxuðum
hvítvín, ögn af hvítvíni
olía
Sósa
4¾ dl vatn
Undirbúningur
Fínsaxið hvítlaukinn.
Matreiðsla
Skerið kjötið í litla bita. Blandið saman í skál salti, þriðja kryddinu, vatni og kartöflumjöli, og látið kjötið liggja í því í 20-30 mínútur. Skerið grænmetið í litla bita. Hitið pönnu, gjarnan Wokpönnu, vel og setjið síðan dálítið af olíu. Steikið kjötið í 1 mínútu og hrærið stöðugt í á meðan. Bætið síðan grænmetinu við ásamt ögn af hvítvíni og hvítlauk og steikið í 3 mínútur. Blandið þá sósunni saman við og látið þetta malla áfram í 1 mínútur.
Framreiðsla
Berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum.
Hollráð
Í staðinn fyrir þriðja kryddið má nota sykur.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe