SHAI HULUD - Metal Blade records/Revelation records: tekknískur metall og melódískt metalcore með magnþrunginni útkomu. Frábær tónleikasveit. Frumkvöðlar á sínu sviði. Kynna til leiks nýjan söngvara og nýtt efni. Kynna ennfremur endurútgáfur á klassíksum verkum þeirra sem breyttu landslaginu á sínum tíma; Profound Hatred of Man sem og Hearts Once Nourished with Hope and Compassion.

CHANGER: Eitt af fremstu metalböndum Íslands að spila brútal efni af Breed The Lies disk sínum ásamt einhverju nýju efni.

MORÐINGJARNIR: Skíthælastuðpaunk framreitt af annars prúðum piltum sem eiga það til að rífa kjaft á milli lag. Góðir dómar fyrir disk sinn í Tussunni Minni.

CELESTINE: Eina metalcore hljómsveit borgarinnar. Efnilegir drengir sem hafa vakið veðrskuldaða athyggli fyrir þungt og hamrandi evilcore meets Isis í Sviðþjóð bræðingi einhverjum sem er afar góður á bragðið.

BENNY CRESPO'S GANG: Fjölbreytt og framsækið rokk sem stendur úr þvögu andlausra hippster-rokksveita dagsins í dag. Sama hvort um sé að ræða þung högg eða ljúfar melódíur, þá er þetta gengi ólíkt öðrum, á leiðinni eitthvert.

MOMENTUM: Kallið þá það sem þið viljið, tech metall, proggað dauðarokk os.frv. en Momentum eru sér á báti á Íslandi, thinking mans málmur á heimsklassa sem skilur fólk eftir klórandi sér í hausnum yfir því sem það heyrði. Engin landamæri hér. Nýtt line-up!

I ADAPT: Svikararnir í I Adapt halda áfram að leit sinni að hinu fullkomna riffi, sem er hóra textanna þeirra. Fullkomin hóra? Nánast. Munu spila lögin sem margir hata sem og gamla slagara. If you are feeling it, labbaðu þá á andlitinu á söngvaranum. Bring it home.



Tilvitnun:
Hvar: TÞM Hellirinn
Hvenær: 21. sept 06
Kl: 18:00
Aldurstakmark: all ages
Miði: í hurð
Kostar: 1000kr.


sjáið plaggatið hérna, það er heavy töff:
www.myspace.com/gagnaugad