XXX Rottweiler tóku sér stutt frí og koma nú tvíefldir til leiks eins og þeir sönnuðu svo rækilega á Arnarhóli á Menningarnótt. Þar komu þeir einmitt fram ásamt heitasta nýstirninu hér á landi, hljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome. Hljómsveitin hefur komið fjórum lögum í efstu sæti vinsældalistanna í sumar. Allar hljómsveitirnar hafa verið vægast sagt afar umdeildar en vinsældir þeirra verið óumdeildar.
Ásamt þessum brjálaðingum kynnum við til leiks Rokkdreingina í Touch sem eru á barmi heimsfrægðar á Íslandi í dag, hafa þeir gefið út tvö vinsæl lög sem koma út á breiðskífu sveitarinnar í haust.
BloodHound Gang hafa ekki heldur þótt neinir kórdrengir og bregst ekki að þeir setja allt á annan endan á hljómleikum sínum eins og þeir eru til vitnis um sem voru á Reykjavík Music Festival á aldamótaárinu. Líkt og nú léku þeir þá í Laugardalshöll og fyrir troðfullu húsi. Á þeim tíma voru þeir nýbúnir að gefa út hljómplötuna One Fierce Beer Coaster sem seldist í bílförmum og vermdi toppsæti vinsældalista jafnt hér sem erlendis.
Hljómleikarnir verða, sem fyrr segir, næstkmomandi þriðjudag (5/9) og hefjast klukkan 20.00. Miðasala fer fram í verslununum Skór.is í Kringlunni og Smáralind og á midi.is.
Kannski