Auðvitað myndi ég hlusta á þig, annars væri ég þröngsýnn hálfviti.
Spurningin er hvort mér fyndist rökin nógu góð?
Ef mér fyndist það myndi ég líklega bara svara
“Veistu, þú hefur nokkuð til þíns máls”
En ef mér fyndist það ekki myndi ég bara koma með mótrök og við ræða saman eins og siðmenntaðar manneskjur ekki rífast eins og einhverjir helvítis bavíanar eins og 70% af notendum hérna, eða meira.
En reyndar er sumt við metal alveg emo, fer t.d. eftir hvernig maður skilgreinir emo.
Ef maður meinar bara Emotional as in tilfinningaríkt þá er það um mjög mikið af metal, reiði , sem er mikið í metal. Er t.d. tilfinning.
Og angist sem er líka mikið um í metal.
Og meira að segja það að vilja ríða líkum með gaddavír er ákveðin tilfinning svo það er líka nóg um tilfinningar í Brutal Death Metal.
Metall er tilfinningaríkur já.
En ef maður meinar emo “Búhú ég á svo erfitt ég sker mig og er með ljótt hár (reyndar finnst mér flestar emo hártýpur ekkert ljótar)” Þá er ég ekki sammála.