betra hefði sennilega verið að spyrja þessarar spurningar á /hljodfaeri, en ég skal reyna að svara..
Í þessum ódýrasta verðflokki mæli ég með merkjunum sem Tónastöðin er að selja, LTD, Tradition, G&L og Godin eru allt fínar vörur fyrir verð. Þeir eiga örugglega einhvern ódýran lítinn magnara fyrir þig líka. Mín eina ráðlegging varðandi hvaða gítar þú ættir að kaupa er sú að þú byrjir ekki á gítar með tremolosystemi (ef þú skyldir vera algjör newbie, þá þýðir það að strengjafestingin á búknum er laus öðrum megin og sveif föst við sem gerir þér kleift að lækka tónana sem þú ert að spila.. eða eitthvað þannig..)
Ég mæli líka með því að þú takir ekki það allra-allra ódýrasta, bæði vegna þess að þú missir síður áhugann ef hljóðfærið er almennilegt heldur en ef það er algjört drasl sem hljómar illa og heldur ekki stillingu, og vegna þess, ef þú gefst samt upp eða þegar tími kemur til kaupa eitthvað betra, að þótt afföll virðist minni ef þú kaupir ódýran gítar, þá endarðu nokkurnveginn á sama stað, ef ekki bara betur með aðeins betri grip.. t.d. ef þú kaupir Encore eða Appolo gítar á 20 þúsund nærðu ekkert að selja hann nema kannski á 10, en ef þú kaupir 35 þúsund króna Epiphone eða LTD þá gætirðu mögulega selt hann aftur á 25.. í báðum tilfellum taparðu 10 þúsund kalli, en fyrstu mánuðirnir sem gítarleikari voru mikið ánægjulegri :)
Tékkaðu líka á auglýsingunum inni á /hljodfaeri áður en þú rýkur til og kaupir glænýjan gítar og magnara, því afföll í verði eru mest meðan svona hlutir eru í höndum fyrsta eiganda, svo þú getur gert þrusugóð kaup á einhverju sem þú selur svo aftur á lítið minni pening þegar þú vilt breyta til..