Afhverju eru allir hérna að setja útá mína skoðun? Má ég ekki hafa skoðun á neinu? Ég gaf álit á þennan þráð einsog margir aðrir. Einhver sagði þá eitthvað í sambandi við að það væri skrítið að ég hlustaði á Silverchair sem væru “mest inflúensaðir frá Nirvana og spiluðu sömu tónlistarstefnu” svo ég vitni orðrétt í hann. Ég leiðrétti greyið, því Silverchair spila alls ekki tónlist af sömu tónlistarstefnu Nirvana gerði á sínum tíma. Jú, þeir spiluðu grunge í stuttan tíma í byrjun ferils síns. Þeir hafa samt sagt það margoft í viðtölum og þess háttar að þeir hafi hlustað lítið sem ekkert á Nirvana á þessum tíma. Enda er tónlistin ekkert lík þeim sem slík, þó þetta hafi verið sama tónlistarstefnan.
Mér gæti heldur ekki verið meira sama hverjir áhrifavaldar Silverchair væru, á meðan þeir gera góða tónlist. En rétt skal vera rétt.
Allir virðast vera að vitna í sömu heimildina, sem er því miður ekki jafn rétt og þið haldið. Aðrar villur í þessum texta sem ég gæti bent ykkur á er að í rauninni voru það fjórir ungir piltar sem stofnuðu hljómsveitina The Innocent Criminals (sem seinna varð Silverchair)1992-1993, en ekki þrír einsog textinn segir.
Einnig er nafnið “Silverchair” ekki komið frá laginu Sliver með Nirvana. Sannleikurinn er sá að útgefendurnir gáfu þeim lista yfir önnur nöfn til að velja og þetta nafn varð fyrir valinu.
Þessvegna fannst mér frekar sárt að einhver skyldi segja að þessi síða ætti að vita meira um tónlist heldur en ég, þar sem ég rak augun í svona villur.
Ég sagði heldur aldrei að hinir títtnefndu Nirvana væru hæfileikalausir. Ég var einungis að reyna að benda fólki á augljósan mun á þessum tveimur hljómsveitum.
En hlustaðu nú vel, það er nú einu sinni bara þannig að silverchair (Staðreynd) fengu bara athygli úta það að vera einhvejrir 15 ára nördar frá ástralíu sem spiluðu grunge og elskuðu NIRVANA.
Jæja. Ég viðurkenni alveg að þeir voru auglýstir sem hinir næstu Nirvana. Það var auðvitað nánast pottþétt söluaðferð á þessum tíma, þ.e. skömmu eftir dauða Cobain. Þýðir það að þeir hafi elskað Nirvana? Nei.
Þú ert að haga þér eins og lítil frekja sem fær ekki akkúrat það sem þú vilt… Þó þér líki það ekki eitthvað þá þarf það ekki að vera að það sé ekki þannig
Var ég að því? Ég var einungis að leiðrétta einhvern gaur, því hann var að segja ranga hluti. Svo varð þetta einhvernveginn að stóru klúðri sem ég vildi að þetta hefði aldrei orðið því núna lít ég út einsog ég sé heimsk, sem ég er ekki. Ég verð bara sár og fer í vörn þegar fólk er með tilhæfulausar ásakanir um uppáhalds hljómsveitina mína, og að segja að ég viti ekki um hvað ég er að tala. Ég legg það nefnilega ekki í vana minn að blaðra um eitthvað sem ég veit ekkert um, og gerði það síður en svo hér.
Þannig að nei, ég er ekki að fara að sætta mig við eitthvað rugl afþví þú segir mér að gera það, því í rauninni veit ég betur.
Takk.