Halló hugarar.
Ég og nokkrir aðrir vinir og kunningjar sem eigum það sameiginlegt að hafa áhuga á tónlist höfum ákveðið að stofna okkar eigin tónlistarsíðu. Við munum helst fjalla um indí enn reynum þó að hafa þetta eins og fjölbreytt og við getum.
Við erum öll í 9. og 10. bekk, sem að gerir síðuna auðvitað bara enn ferskari en hún er nú þegar og ætlum við að reyna að vera dugleg að halda þessari síðu uppi og koma með allavega 3-4 greinar á viku til að byrja með en, síðan auka þetta smátt og smátt. Erum að spá í að kaupa alvöru lén ef að þetta gengur vel.
Meðal þess efnis sem við munum koma með eru:
-Plötudómar (Heitustu nýju plöturnar teknar til umfjöllunar og líka eldri plötur)
-Hetjur (Greinar um einstaka tónlistarmenn eða hljómsveitir)
-Kynning á lítið þekktum hljómsveitum með mp3.
-Hljómsveit vikunnar (Íslensk og ung hljómsveit.)
Ef að þið eruð ung og fersk og langar að skrifa fyrir Poppkorn þá endilega hafið bara samband við mig á msn, arnar-prinsessa@hotmail.com.
..með kveðju fyrir www.poppkorn.tk - Arnar Þór