fyrir svona 5 - 6 árum var ég allra mest inn í Rokki. hlustaði á lítið annað. Allt annað var bara glatað. En eftir að ég fór að sökkvast meira og meira inn í metal, þá finnst mér allt rokk sem ég hlusta á vanta alla fyllingu og power.
Riffin eru of létt og þunn og trommurnar of hægar og söngurinn alltof máttlaus.
Það eru örfáar hljómsveitir samt sem ég fæ ekki nóg af þrátt fyrir þetta, en kannski er það bara nostalgía frá yngri árum…

Þegar ég hlusta á Iron Maiden, soundgarden, Zeppelin og Alice in chains, þá klæjar mig í eyrun að heyra ekki doublekicker eða growl (death metall söngstíll).

Furðulegt hvernig svona hlutir breytast…

Crestfallen