June Variety - er nýtt íslenskt band sem starfar í Danmörku.
Hljómsveitin kom upprunalega saman 1997, þá skipuð af Hölla gítarleikara og bræðrunum Adda og Andrési á bassa og trommur. Þeir félagar spiluðu (ásamt ýmsum fleirum) undir nöfnunum Vampyros Lesbos og Blues Band Hölla Val's. Það var síðan síðla sumars 2005 sem þeir fóru að vinna með söngvaranum Lars Flensborg frá Danmörku sem hlutirnir fóru að gerast.
Stíllinn sem þeir félagar spila er ekki svo langt frá Led Zeppelin, U2, Eagles, Franz Ferdinand og Jimi Hendrix.
June Variety héldu sína fyrstu tónleika á dögunum og fylltu tvö hús með einum tónleikum, staðinn sem þeir spiluðu á úti og Bakaríið á Dalvík, heimabæ Hölla.
www.junevariety.dk er nýopnuð heimasíða hljómsveitarinnar og á fyrstu vikunni fengu þeir rúmlega 1.000 mismunandi gesti í heimsókn með samtals yfir 4.100 síðuflettingar. Þar inni má heyra nokkur lög þeirra, skoða myndir og taka þátt í samkeppnum þar sem m.a. geisladiskar og bolir eru í verðlaun.
www.junevariety.dk