Ætla hérna að mæla með nokkrum hljómsveitum. Þetta verður ekki langt né vandað.
The Kooks:
Kooks er ágætis Indie-Alternative Rokk hljómsveit frá Bretlandi. Það sem stendur uppúr hjá þessari hljómsveit er aðallega söngurinn. Fyrst þegar ég heyrði diskinn þeirra “inside out, inside in” þá hlustaði ég á 3 lög og byrjaði svo að hlusta á eitthvað annað. Mér fannst þetta ekkert nýtt, mér fannst þetta vera bara eins og svona tíbískt “hey gerum svona indie hljómsveit og verum öðruvísi” hljómsveit… En svo nokkrum dögum seinna hlustaði ég á “Sofa song” og fannst það svakalega gott… Samt ekkert nýtt á ferðinni.
Við frekari athugun þá eru nokkur lög þarna, td. Eddies gun, you don't love me, She moves in her own way og sofa song.
http://www.thekooks.co.uk/flash/
Panic! At the disco:
Ég sá mynd af þeim hérna á huga fyrir dálitlu síðan og hafði lítið heyrt um þessa hljómsveit. Svo var ég útí plötubúð og sá þetta skemmtilega nafn aftur og fékk að hlusta á hann.
Þetta er hinsvegar eitthvað nýtt, td. byrjunin á The Only Difference Between Martyrdom And Suicide Is Press Coverage… Svakalegt.
Ég hef reyndar ekki mikið hlustað á diskinn til að geta sagt hvaða lög eru best, en þetta lag sem ég nefndi hérna áður er allavegana með þeim bestu á disknum.
Imogen heap:
Þessi hljómsveit er í miklu uppáhaldi hjá mér, ég er allavegana búinn að hlusta á hana miklu meira en hljómsveitirnar hérna á undan og ef ég ætti að velja um eina hljómsveit af þessum sem ég nefni í þessum kork til að hlusta á þá væri það þessi.
Þetta er eitthvað nýtt.
Flestir listamenn byrja í hljómsveitum og enda svo á sólóferil, en núna var það öfugt. Frou Frou átti mjög góðann sólóferil og varð nokkuð þekkt í Evrópu en stofnaði svo Imogen Heap.
Imogen Heap einkennist af svaaakalega góðum söng og tölvuundirspili (ekki hugsa “huhh techno” og fara að gráta).
Ef þið horfið á OC þá held ég að lagið Hide And Seek hafi komið á jarðarför Calebs (er samt ekki viss, sá þetta ekki).
Ég mundi allavegana vilja að þetta lag yrði spilað á minni jarðarför.
Postal Service:
Þessi hljómsveit ætti að vera nokkuð þekkt. Það er líka ekki skrítið þar sem þetta er svaaaaaaakaleg “hljómsveit”. Reyndar eru bara 2 í hljómsveitinni, þar á meðal söngvari Death Cab For Cutie sem er að gera það svakalega gott.
Postal Service er svipuð og Imogen heap, þeas. það er aðallega notuð tölva til að spila undir.
Að mínu mati er þessi hljómsveit aðeins betri en Imogen Heap, en ég er búinn að hlusta alltof mikið á hana þannig að ég er kominn með leið á henni.
Ég held að öll lögin séu góð með þessari hljómsveit! Þau eru bara misgóð.
The Boy Least Likely To:
Ég heyrði fyrst í þessari hljómsveit sömu viku og þeir gáfu út diskinn “Best Party Ever” (held að það sé fyrsti og eini diskurinn).
Þessi hljómsveit einkennist af óvenjulegum hljóðfæraleik… Eða óvenjulegum hljóðum.
Þegar ég fékk diskinn þá hlustaði ég aðeins á hann en fannst hann ekkert spes… En svo nokkrum vikum síðar ákvað ég að hlusta á hann aftur og hann er mjög góður.
Early Day Miners:
Því miður þá hef ég heyrt mjög lítið með þessari hljómsveit. Aðeins 6 lög eða svo, en þau eru öll góð. 4 af þeim voru instrumental. Svona bland af Kimono, Sigur Rós að spila á kassagítar með engu feedbacki og sellóboga, samt ekki, en samt? … Veit ekki rétta orðið.
Jæjja, ég nenni ekki að skrifa meira. Þetta eru allavegana hljómsveitir sem verðugt er að kynna sér.
Hérna ætla ég svo að koma með lista yfir góðar hljómsveitir, sem eru reyndar ekki síðri en hinar sem ég taldi upp, þið gætuð/ÆTTUÐ samt að kannast við þær: Sufjan stevens (margir hafa verið að tala um hann hérna á huga), Clap your hands and say yeah (Það er þegar búið að mæla með henni, btw. verður betri við hverja hlustun), Arcade Fire, Fugazi, Death Cab For Cutie (held að allir ættu að kannast við hana), Spiritualized (betri við hverja hlustun), Modest Mouse (misgóð lög, missteikt en góðu lögin eru GÓÐ ef maður finnur þau inn á milli steypunnar), Nada Surf (mjög góð hljómsveit, þarft ekki að hlusta á hana oft til að líka við hana) ofl.