Þoli ekki það að vera aðeins 16 ára. Ég kemst ekki á neina tónleika með íslensku hljómsveitum!
T.d. rétt áður en Lights on the Highway fóru til Englands þá voru 3 tónleikar haldnir. Allir voru með 18 ára aldustakmark! Núna í kvöld, þá eru tónleikar á Gauknum. Dikta, Jeff Who? og Múm eru að spila, þarna er mín uppáhalds íslenska hljómsveit, Dikta, að spila og auðvitað þarf að vera 19 ára aldustakmark! urrrg! Sem betur fer þá sé ég Brain Police oft á tónleikum vegna þess að þeir eru oft á svona hátíðum eða að hita upp fyrir Erlendar hljómsveitir!
Síðan þegar maður verður loksins 18-19 þá eru kanski allar þessar hljómsveitir hætta!
Afhverju er ekki bara hægt að halda tónleika annarstaðar en á Börum? ÉG er nokkuð viss um að það mundi gleðja marga unga áhugamenn um Íslenska tónlist!!!