Yup yup.. Mér fannst Damien Rice klárlega standa upp úr, svo var Mugison góður og Egó alveg frábærir ;) En hvað var málið með þetta.. Ghostigital eða hvað þetta nú hét, hef aldrei heyrt þvílík óhljóð áður.
SÖngvarinn í Ghostigital var bara alls ekkert að syngja, hann talaði bara eitthvað og svo fór hann að öskra “Neei!” í 10 mínútur. En ég stend fast á mínu og segi að mér hafi fundist Bubbi frábær :D
Mér sýnist að það þurfi nú ekkert að kenna henni en hinsvegar mætti taka í þig og kenna þér að virða skoðanir fólks. Þú getur haft þínar skoðanir á málinu líka. En það eru þínar skoðanir og óþarfi að reyna að þröngva þeim uppá aðra.
Annars var Egó, Mugison og Rice-inn það eina sem ég hefði viljað sjá þarna … en ég ákvað að gefa miðann minn frekar sem gjöf þar sem ég vissi um fólk sem mundi hafa meira gaman af þessum tónleikum en ég sjálfur.
Tóku Animalia, svo komu 2 sem ég bara get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað heita, veit samt hvaða lög það eru, og enduðu á Partýbæ. Þeir voru roosalegir!!!
Er engum hérna sem fannst Magga Stína góð! Mér fannst hún sko klárlega standa uppúr! ;) Síðasta lagið með Múm var gott, Rass, Damien Rice og HAM voru líka góðir…
Magga Stína hefði mátt sleppa seinasta laginu sínu (eithvað um fíla, var sagt að þetta sé cover af lagi frá Megas) og leyft Sigur Rós að taka annað lag!
Þeir eiga bara ekkert að hafa svona löng lög ;) Gátu alveg tekið 2 styttri (ef þau eru til þeas) .. Hjálmar tóku samt fleiri lög en Magga Stína, þeir hefðu alveg mátt taka færri svo að Sigurrós gætu tekið fleiri og svo hefði þessi í Ghostdigital alveg mátt vera heima hja sér þetta kvöld… Djöfull fannst mér þessi maður leiðinlegur!!!
Þetta síðasta lag hjá Möggu va alveg glatað, og langt! Heysátan er nú bara 4 min eða svo. Það er nú ekki langt! Hjálmar eru alltaf góðir=) En ghostdigital eru hörmulegir, eina skiptið sem hægt var að hlusta á þá var þegar Damon Albarn kom inní þetta og saungvarinn lokaði kjaftinum!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..