Sko… Pixies hættu fyrir alveg tíu árum síðan eða eitthvað. Frank Black, söngvari Pixies, er núna að spila með hljómsveitinni The Catholics en þeir hafa verið að koma fram á einhverjum festivölum nýlega. Kim Deal, bassaleikari Pixies, stofnaði einmitt hljómsveitina Breeders eftir dauða Pixies. Breeders hafa verið að spila eitthvað nýlega.. minnir að sveitin hafi verið á einhverju af stóru festivölunum í Bretlandi í ár(man samt ekki alveg ;) ). Ég veit ekki með hina meðlimi Pixies. Veit heldur ekki mikið með hinar hljómsveitirnar sem þú spyrð um… AC/DC spiluðu allavega á svaka rokktónleikum ásamt Offspring, Queens of the Stone Age og fleirum í Milton Keynes Bowl í júní. Þeir gáfu líka út plötuna Stiff Upper Lip í fyrra þannig að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Duran Duran eru í fullu fjöri líka held ég, mig minnir að þeir hafi gefið út plötu í fyrra. Getur verið að hún heiti Pop Trash.. man ekki alveg ;)<br><br>If you can't convince them, confuse them.
If you can't convince them, confuse them.