Ég var á þessum tónleikum og fannst þeir geðveikir.
Kanski ekki bestur til að dæma um það þar sem Guns n Roses er og verður alltaf mín uppáhalds hljómsveitin. Mín þröngsýni bara :-)
Sat í rútu í fjandast 24 klukkustundir til að fara á Rock in Rio 3, en það var sko vel þess virði.
Það versta var auðvitað að Slash, Duff, Matt og Gilby voru ekki með Axl en kallinn hélt heillangar ræður á tónleikunum þar sem hann útskýrði fyrir áhorfendum að hann hefði reynt allt til að fá hina til liðs við sig aftur.
Það er mjög loðið að bera saman Slash og Buckethead. Slash er uppáhalds gítarleikarinn minn þar sem ég dáist af því hversu melódískur hann er og hvernig hann nær að tjá sig í gegnum gítarinn. Buckethead er hins vegar tæknilega mikið betri gítarleikari en Slash. Hann stundaði gítarnám hjá Paul Gilbert og er einn sá fingraliprasti sem ég hef séð en ég get þó engan vegin hlustað á tónlistan sem hann semur.
Þess má geta að klippan sem linkað er á er Live þ.e. ekkert búið að laga neitt í stúdíói eftirá eins og því miður gert er við of marga “live” DVD diska í dag. Ég endaði í partýi um daginn þar sem sýndur var LIVE8 DVD-ið og það var gaman að sjá að mest af þessu var algerlega live með öllum þeim fölsku nótum og öðru því sem fylgir að spila live. Hins vegar fanns mér frekar lélegt að Muse (hljómsveit sem ég dýrka og dái), voru búnir að laga sitt performance í stúdíói og klippan þeirra voða flott artí klippt, sem er í engu samræmi við restina af disknum.
Nei bíddu, vá hvað ég er kominn langt út fyrir umræðuna :-)
Conclusion: Góðir tónleikar með Guns n Roses. Þeir spiluðu allan Appetide diskinn nema You're Crazy og voru á sviði í um 3 klukkutíma. Axl hefur greinilega farið aftur í söng sínum en það á við um fleiri söngvara sem hafa verið í rokkinu frá í 20 ár.