Radio X að linast?
Mér finnst Radio X vera farnir að vera með of mikið af mjúkum og leiðinlegum lögum. Mörg af lögunum sem eru núna í spilun eru einnig í spilun á FM 957 og er það allt annað en gott mál. Áður voru þetta tvær rokkstöðvar X-ið og Radio, en svo sameinuðust þær í einhvers konar rokk/poppstöð. Ef þetta heldur svona áfram líður ekki á löngu þar til að J Lo og Celine Dion eru farnar að hljóma á þessari fyrirmyndar stöð. Nú þegar er Stjáni stuð farinn að spila Buttercup (hef ég frétt). Vonandi sjá þeir að sér hjá Radio X áður en það er um seinan…