Hljómsveitin Jan Mayen hefur setið sveitt við síðustu vikur og gert helling af nýju efni fyrir næstu plötu sína. Í kvöld ætlar hljómsveitin síðan að troða upp á Dillon og leika megnið af nýja efninu, svona aðeins til að prufukeyra það á almenningi. Að sjálfssögðu munu gamlir slagarar fá að hljóma í bland en ætlunin er að hafa þetta mjög frjálslegt þannig í raun verður um opna æfingu að ræða þótt hér sé vissulega um tónleika af minnigerðinni að ræða.
Það er frítt inn á Dillon venju samkvæmt