Ég ætla að deila með ykkur einum tónlistarmanni sem ég hef verið að hlusta núna á nýverið, sum af ykkur hafa eflaust heyrt í honum en önnur ekki :)
Allavega um daginn var einhver vinur bróðir míns að tala um mann að nafni Jeff Buckley, að hann hefði drepið sig og orðið frægur…hvort hann hefði orðið frægur eftir það veit ég ekkert um.
Allavega, hann var eitthvað að tala um tónlist hans og hve mikil snilld hún væri.
Svo ég fór aðeins og leit á málið og fann diskinn Grace með honum. Keypti diskinn, og fór heim og hlustaði strax á hann.
Þvílíkur SNILLDAR diskur! Hvert einasta lag á honum er frábært, sérstakt Hallelujah (sem ég þó frétti að væri ekki eftir hann), en hann syngur það einstaklega flott.
Endilega kíkið á þennan tónlistarmann.
kv,
mosi