Slash Slash var fæddur Hampstead (London), England 23 July 1965 og allinn upp í Stoke-On-Trent, Staffordshire, England. Hann heitir í raun Saul Hudson. Móðir hans er svörtur Ameríkani og faðir hans er hvítur breti.
Foreldra hans voru bæði listamenn mamma hans var fatahönnuður og hannaði föt á skemmtikrafta og faðir hans hannaði umslög fyrir hljómplötur.
Slash flutti 11 ára gamal til Los Angels. Slash fell illa inní hópinn af skólasystkynum sínum. Hann lifði óhefðbundnu lífi heima hjá sér þar sem hann var umkringdur vinum foreldra sinna sem voru tónlistarmenn t.d. Joni Mitchell, David Geffen, David Bowie, Ron Wood and Iggy Pop.
Foreldar Slash skildu þegar Slash var á unglingsaldri og hann flutti til ömmu sinnar. Þegar Slash varð 15 ára fékk Slash fyrsta gítarinn sinn. Sá gítar var aðeins með einn streng.
Helstu áhrifavaldir hans á þeim tíma voru Led Zeppelin ,Eric Clapton. Rolling Stones, Aerosmiths, Jimi Hendrix, Jeff Beck , Neil Young. Slash segir að platan Rocks með Aerosmith hafi breytt lífi hans.
Þegar hann fékk gítarinn byrjaði hann að spila á gítarinn að minnsta kosti 12 tíma á dag. Skrópaði í skólannum og sat allan daginn og spilaði á gítarinn. En við það var honnum tekkið betur í skólannum og öllum fannst hann verða mjög svalur. Hann er gjörsamlega sjálflærður gítarinn með því að hlusta á reyna að herma eftir. Eitt af fyrstu lögunum sem hann lærði var Smoke on the water með Deep Purple.
Hann hætti í skóla 16 ára. Næstu ár fór Slash frá einu bandi til annars með ungum tónlistarmönnum.
Slash hitti Steven Andler og þeir stofnuð bandið Road Crew. Þeir voru að leita að góðum söngvara og þá hitti Slash Izzy sem spilaði fyrir hann tape með Axl Rose og heillaðist Slash að honnum. Sá Axl koma fram og leist mjög vel á hann. Svo bættist bassaleikarinnn Duff Mckagan.
Úr þessu varð Guns N’Roses. Guns N’Roses myndaðist á árunnum 1985-6.
Árin í Guns N’Roses voru stormasöm enda um hjómsveit sem markaði djúp spor í sögu rokksins í Bandaríkjunum. Mikið af meðlimum voru reknir og aðrir tóku við, oft vegan mikillar neyslu eiturlyfja.
Á meðan Slash var enþá í Guns N’Roses þegar Use Your Illusion túrinn var búinn stofnaði Slash hjómsveitinna Slash´s snakepit ásamt Matt Sorum á trommum , Gilby Clark gítar, Mike Inez bassi og Eric Dover var söngvari sveitarinar. Samstarf þeirra gekk mjög vel og náðu þeir þeir að koma fljótt með plötu sem hét It's Five O'Clock Somewhere. Meðlima skipan breyttist síðan eitthvað fyrir túrinn sem Snakepit fór í árið 1995. Slash líkaði að vera aftur kominn í svona lítið band þar sem nálægðinn við áhorfendur var meiri og þar sem hann ferðast um í rútu en ekki limósínu.
Sumarið 1996 var Slash boðið að spila á blús tónleikum í Búdaperst í Ungverjalandi. Þar kynntist hann mörgum listamönnum og úr því varð Slash's Blues Ball. Þeir gáfu alldrei út plötu en spilaðu víðsvegar á árunnum 1996-1997.
Árið 1996 sagði Slash sig úr Guns N’Roses. Vegna erfiðleika í samskiptum við Axl Rose söngvara Guns N’Roses. Þá höfðu þeir átt í erfiðleikum að vinna saman síðastliðið ár. Slash sagðist ekki snúa aftur til Guns N’Rose nema Axl Rose myndi vilji búa til aðra rokk hjómplötu en Axl vildi endurskoða tónlistarstefnu Guns N’Roses hann vildi að stefna tónlistarinar yrði meira techno/industrial.
Slash sagðist vera til í að snúa aftur um leið og Axl væri til í að gera rokk hljómplötu.
Árið 2000 snéri Slash´s Snakepit aftur en ekki með sömu meðlimum og gáfu út Ain´t Life Grand árið 2000 í október. Slash´s Snakepit fóru í stuttan túr sem endaði í febrúar 2001 þegar Slash veiktist og afgangurinn af túrnum var aflýst.
Síðast þegar Slash Snakepit kom fram var í Júlí 2001 eftir það missti Slash áhuga á bandinnu.
Á árunnum 2002-2003 varð svo til Velvet Revolver sem skipar Slash, Duff Mckagan, Matt Sorum ( allir fyrverandi Guns N´Roses meðlimir og Dave Kusnhner og Scott Weiland. Platan þeirra Contaband kom út 2004.
Slash er einning búinn að vinna með fullt af öðrum tónlistarmönnum sem gestagítarleikari hjá t.d Ray Charles, Yardbirds, Cheap trick, Rod Stewart, Bob Dylan, Iggy Pop, Alice Cooper, Michael Jackson, Lenny Kravitz, Motorhead, Paul Rodgers svo eitthvað sé nefndt.

heimildir eru af official heimasíðu Slash www.snakepit.org
“…Guns is still close to my heart, I'm loyal to the day I die, I suppose.”