Þetta var ég að lesa á visir.is:
“JET BLACK JOE - SAMAN Á NÝ Á ELDBORG
Í þessum töluðu orðum eru JET BLACK JOE að ganga frá samningum við Eldborg. Það verður í fyrsta skipti sem Gunni Palli og Páll Rósinkranz koma saman undir nafninu Jet Black Joe í 7 ár. Jet Black Joe var og reyndar er enn ein allra besta rokk hljómsveit sem komið hefur fram á Íslandi síðan að menn hófu skipulagðan hljóðfæraleik.”
Þetta eru ein stærstu tíðindi í íslenskri tónlistarsögu síðustu 7 árin. Ég held að það sé alveg á hreinu hvert maður fer um verslunarmannahelgina!