Já, satt er það. Ég er að leita af fersku og skemmtilegu bandi til að fá að spila með eða þá skemmtilegt fólk til að stofna band með. Ég er 17 ára gítarleikari úr Grafarvoginum og ég hlusta rosalega mikið á progressive rock/metal eins og Deam Theater, Pink Floyd, Yes, Symphony X, er að reyna að redda mér tónlist með öðrum progressive hljómsveitum eins og Rush, ELP, Kansas og Genesis svo eitthvað sé nefnt. Eins og sést þá hef ég mikinn áhuga á progressive tónlist og vildi helst reyna að stofna hljómsveit sem er ef til vill eitthvað í þeim dúr. Og þá auðvitað fólk sem hefur einnig mikinn áhuga á þannig tónlist.

Ég er ekki að leita af cover bandi til að leika mér með eða einhverjum óreyndum og lélegum hljóðfæraleikurum heldur fólki sem hefur metnað og er alvara í sambandi við tónlistina.

Annars þarf það ekkert að vera progressive tónlist, ég er til í flest annað held ég. Sendið mér bara skilaboð á huga, sendið mér mail á hlynurste@visir.is eða hringið í síma 8238028 og spurjið um Hlyn.

Þannig að ef þú ert í metnaðarfullu bandi og vantar gítarleikara þá endilega hafiði samband. Eða ef þú ert bara metnaðarfullur einstaklingur í leit af bandi.

Takk fyrir mig.
…djók