Ég hef alla mína ævi hlustað mikið á rock og þá sérstaklega 80’s glamrock og núna hlusta ég eiginlega BARA á 80’s GlamRock. Þarna komu svo margar yndislegar hljómsveitir fram (Guns N’Roses, Mötley Crue, Poison, Bon jovi,skid row og fleiri) en eins og allir vita þá var það Kurt Cobain sem batt enda á þetta yndislega tímabil. GlamRock snerist um hæfileika og útlit og kæru landar Kurt hafði hvorugt.

Kurt var “söngvari” og “gítarleikari” Nirvana eða eins og ég myndi kalla það “vælari” og “surgari” Nirvana. Ég held nú að allir geti verið sammála um það að Kurt var agalega léglegur Gítarleikari, sko það er afar slakt þegar aðalgítarisi hljómsveitar ræður ekki við meira en 3 gripa lög í mestalagi, hann var agalegur og ekki var hann nú mikið skárri söngvari hann hélt engu lagi hann bara stundi og vældi, hann var svo glataður að hann var eins og trommari sem heldur ekki takti. Nirvana rock er náttúrulega ekkert nema þunglyndisrock.

En svona í alvöru, hvort sem þið eruð Nirvana aðdáendur eða ekki

Finnst ykkur Kurt hafa verið hæfileikaríkur gítarleikari?

Svo er það eitt annað. Í mínum augum er það enginn vafi að Kurt drapsig, segir það ykkur að hann var alltaf að segja “I hate myself and I want to die”?

Þessi orð segja allt sem segja þarf. Kurt drap sig.

Og ykkur sem finnst Nirvana “æðisleg grúbba”, akkuru er þá alltaf verið að tala um hvað þeir voru hæfileikalausir

Oki núna þykist ég vita að eitthverjar Huga ofurhetjur eru byrjaðar að rakka mig niður en mér er skit sama. Það eina sem ég vil samt segja með þessu era ð ég HATA það sem Kurt gerði og grunge er ömurleg stefna að mínu mati.


Ekki hika við að segja ykkar skoðanir á Nirvana…..
What if this ain't the end?