Já, ástæðan fyrir því að ég sendi inn þennan litla kork er einfaldlega til þess að vekja athygli á einum besta gítarleikara sem ég hef uppgötvað og reyndar einnig verið svo heppinn að sjá spila “live”.

Madurinn heitir Guthrie Govan og er rúmlega 31 árs Breti. Það er ekkert of mikið sem ég hef að deila með ykkur nema að hann hefur stundað gítar frá 3 ára aldri og ýminda ég mér að hann hafi verið á fullu síðan. Hann spilar með 3 hljómsveitum, Erotic cakes, The Fellowship og gamla rokkbandinu Asia sem gerðu m.a. gamla lagið “Heat of the moment” en bíóunnendur ættu að kannast við það frá endanum á “40 year old virgin”.

Hann kennir einnig í virtum tónlistarskóla í Bretlandi og skrifar mánaðarlega í hið mjög góða gítartímarit “Guitar techniques”.

Ástæðan fyrir “rafmagns” lýsingunni i titlinum er einfaldlega sú að þó svo að hann sýnist geta og spilar allt frá standarda Jazzi, Country, Rokk og svo er ávallt stutt i Fusion þá er hann voða mikið að nýtast við “overdriveað sound” og ýta gítarnum til fulls.

Það er því miður ekki mikið sem ég hef að bjóða upp á til að sýna ykkur annað en rúmlega 13 videoklippur og svo spjallborð þar sem þeir sem vilja geta lesið meira og komist í tæri við fleiri video.

http://www.tonemerchants.com/Guthrie_Govan_NAMM_2005_Clips.htm
-videoklippur

http://www.tonemerchants.com/Guthrie_Govan_Clips.htm
-videoklippur

http://online-discussion.dhenderson.com/GuthrieGovan/
-spjallborð

Einnig má nefna að hans fyrsti solo diskur er að koma nú í nóvember og svo mæli ég líka með að áhugasamir kíkji á nýjasta disk Asia, “Silent nation” en þar spilar Guthrie af mikilli snilld.

Endilega commentið því sem þið hafið að segja um hann.
Takk fyrir mig,