Tool er mitt uppáhalds band. Maynard James Keenan er minn uppáhalds tónlistarmaður sem og að mínu mati besti söngvari í tónlistarheiminum í dag, bæði í sambandi við raddsvið tilfinningu og meðferð á textum. Ég mæli hiklaust með öllum diskunum þeirra.
Fyrir byrjanda? Ég byrjaði á gamla stuffinu, Opiate og Undertow. Það er allt öðruvísi tónlist en nýju diskarnir tveir, sem eru mjög þungir í hlustun(sem er kostur hjá Tool btw). Þessi nýja stefna kom með nýjum bassaleikara, við það breyttist stefna þeirra mikið. Lögin eru 6-13 mínútur flest, með glæsilegum og útúrpældum instrumental köflum sem og oft á köflum ótrúlegum söngtilþrifum snillingsins. Ænima er alveg jafn þungur og Lateralus. Ænima er meistaraverk, tvímælalaust, lög eins og Third Eye, Hooker with a Penis og Eulogy munu alltaf verða í hópi minna uppáhalds laga, sérstaklega kortérs-meistaraverkið Third Eye.
Já, Ænima var meistaraverk…en þótt ótrúlegt megi virðast, þá tókst þeim(að mínu mati) að gera betri plötu núna. Lateralus kom út í Maí, og ég hef ekki hætt að hlusta á hana síðan. Parabol/Parabola lagadúettinn er eitthvað sem fáir geta leikið eftir, ef einhverjir! Einnig dáist ég að þeim að láta ekki neyða sig í einhver Radio-edit á sínum lögum, og er Schism spilað mikið í útvarpinu óstytt, rúmar 6 mínútur. Það þarf mikla listamenn til að fá svoleiðis viðurkenningu(þó að virðing mín fyrir útvarpi sé engin).
Ég segi þrefalt húrra fyrir Tool að gera lífið mitt svona miklu miklu skemmtilegra. Ég mæli með öllu þeirra efni…gefðu því tíma, þegar þessi ótrúlega tónlist síast inn þá áttu eftir að elska þá. :)
Zenith