Dóp er auðvitað VAFF OO ENN TÉ (V.O.N.T) :)
En það sem þú segir að það “bæti auðvitað sköpunargáfu listamanna”, ég stórlega efast um það að eitthvað af þessum hörðu eiturlyfjum sem að rokkarar eru þekktir fyrir að vera í (heróín, kókaín, sýra o.s.frv.) eru eitthvað hvetjandi fyrir sköpunargáfuna.
Reyndar hef ég séð viðtöl við fræga rokkara sem styðja mál mitt, Eric Clapton var í viðtali á VH1 þar sem hann sagði að allt sem hann samdi þegar hann var á sýru hafi verið rusl (Þó svo að honum hafi þótt það meistaraverk þegar hann var meðal bleikra fíla).
Rúllandi Stónerinn Keith Richards var haldinn slæmri heróínfíkn og á sennilega heimsmet í því að innbyrða stórt magn af eiturlyfjum og lifa af, en hann segir í ævisögu sinni að hann hafi ekkert getað gert, hann kom bara heim, sprautaði sig og lá svo á sófanum hálfann daginn.
Hann sleppti meira að segja tónleikum vegna þess að hann var of dópaður til þess að spila, einu sinni fór hann samt sem áður á svið og hann gat ekki spilað eina nótu rétt á gítarinn, ímyndið hvað það er skemmtilegt fyrir aðdáendur sem hafa borgað sig inn á tónleikana!
Það sem er talið “bæta” sköpunargáfuna eru THC eiturlyfin, Hass og maríjúana. Þú getur aldrei tekið “of stórann skammt” af hassi eða maríjúana, það sem gerist ef þú reykir of mikið er það að þú “koxar”(Sem þýðir að þú sofnar og sefur venjulega MJÖG lengi).
En það sem er ekki sagt um hass og maríjúana í þessarri umræðu er það að þó svo að manneskjan geti samið flotta tónlist meðan hún er undir áhrifum, þá skerðast hæfileikarnir þegar hún er edrú.
Þetta þurrkar út persónuleikann, manneskjan verður dofin og óspennandi og kannski þunglynd þegar hún er ekki undir áhrifum.
Mín skoðun er sú að fullt af tónlist er samin út af vanlíðan, “A cry for help” if you will, og eins merkilegt og það er þá er sú tónlist með svo mikla sál, maður finnur fyrir sársaukanum.
En náttúrulega er þetta ekkert gott fyrir tónlistarmanninn sjálfann.
T.d. var Kurt Cobain snillingur, en það sem gerði hann svona góðann var það að hann var vansæll og hann gat tjáð það.
Ekki gott fyrir hann en mjög gott fyrir tónlistina hans, það vita samt allir hvernig það endaði.
Og til að svara spurningum þínum:
Dóp er VERRA.
Ég neyti eiturlyfja sem kallast áfengi og sígarettur (Án djóks þetta eru eiturlyf!)
Ég er viss um að Marilyn Manson (öll grúppan) neyti mikils magns af eiturlyfjum (DÖH).
Ætti að byrja að handtaka gamlar konur vegna gruns um það að þær hafi eiturlyf undir fórum sínum? Nei, afþví að fólk hefur svolítið sem heitir friðhelgi einkalífsins og sama hvað fólk gerir við það þá verður að hafa SANNANIR til þess að ryðjast inn í það.
Kveðja, Pixie.