Ég kynntist Rammstein fyrst þegar ég vann Sechnschuct(það á alveg örugglega ekki að skrifa þetta svona) diskinn árið 98 eða eitthvað þannig(frekar en 99). Fyrst fannst mér þetta tómt garg, og það á þýsku í þokkabót! en svo fór maður að fíla þetta smátt og smátt og síðan fannst mér diskurinn bara nokkuð góður. Síðan heyrði ég nokkur lög af Herzeleid og ég keypti hann, og ég verð að segja AÐ HANN ER LANG BESTUR AF RAMMSTEIN DISKUNUM, ég á alla þrjá(og líka Live Aus Berlin) og ég verð að segja að Herzeleid er ekki bestur heldur LANG BESTUR!
Engu að síður er Mutter að vinna könnunina með þó nokkrum mun, og ég held að það sé einfaldlega vegna þess að fólk hefur bara heyrt hann. Þess vegna segi ég við ykkur, ef ykkur líkar Mutter hlustið þá á Herzeleid, því hann ER SNILLD.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _