Af hverju fær Rammstein svo mikla umfjöllun hérna, en ekki inná Metall? Like it or not, þá spilar Rammstein Melodic Heavy Metal og ef að þið eruð að fíla Rammstein í botn, þá eruði að fíla tónlist sem telst til þungarokks.
Það er nefnilega þannig að ekki allt þungarokk er dauðarokk eða hardkjarni eða metalcore-eitthvað með tilheyrandi öskurssöng og látum.
Það er reyndar smá umræða um þetta inná metall, þar sem þeirri spurningu er varpað fram af hverju það séu ekki neinar hljómsveitir á Íslandi sem eru að spila melódískt þungarokk (e.t.v. í anda Rammstein). Það er eins og Íslenskar hljómsveitir þurfi annað hvort að spila eitthvað sveitaballarokk and roll, eða þá eitthvað argasta dauða/black/hardcore þungarokk… Hvers vegna?
Kíkiði á http://www.hugi.is/metall/greinar.php?grein_id=22064 og komið með ykkar input í umræðuna…
Þorsteinn
Resting Mind concerts