Ég fór á tónleikana um helgina og upplifði eina betri þungarokkstónleika sem ég hef farið á. Já, þungarokkstónleika!

Af hverju fær Rammstein svo mikla umfjöllun hérna, en ekki inná Metall? Like it or not, þá spilar Rammstein Melodic Heavy Metal og ef að þið eruð að fíla Rammstein í botn, þá eruði að fíla tónlist sem telst til þungarokks.

Það er nefnilega þannig að ekki allt þungarokk er dauðarokk eða hardkjarni eða metalcore-eitthvað með tilheyrandi öskurssöng og látum.

Það er reyndar smá umræða um þetta inná metall, þar sem þeirri spurningu er varpað fram af hverju það séu ekki neinar hljómsveitir á Íslandi sem eru að spila melódískt þungarokk (e.t.v. í anda Rammstein). Það er eins og Íslenskar hljómsveitir þurfi annað hvort að spila eitthvað sveitaballarokk and roll, eða þá eitthvað argasta dauða/black/hardcore þungarokk… Hvers vegna?

Kíkiði á http://www.hugi.is/metall/greinar.php?grein_id=22064 og komið með ykkar input í umræðuna…

Þorsteinn
Resting Mind concerts