Þann 6 & 7 júlí verða haldnir Nirvana Tribute tónleikar á Gauknum.

Nirvana var ein áhrifamesta rokksveit níunda áratugarins. Leiðtogi hennar Kurt Cobain náði með þjáðum textum inn í meðvitund milljóna út um allan heim áður en hann féll sviplega fyrir eigin hendi þann fimmta apríl 1994. Á sama degi árið 2004 voru haldnir órafmagnaðir minningartónleikar á Gauki á Stöng við góðar undirtektir viðstaddra enda margir Nirvana áhangendur til á Íslandi. Þann 6 og 7 júlí næstkomandi munu verða haldnir aðrir minningartónleikar á Gauknum en í þetta skiptið munu tónlistarmennirnir tengja hljóðfærin sín í rafmagn og leika lögin af miklum krafti. Dagskráin samanstendur af helstu plötum sveitarinnar Bleach, Nevermind og In Utero. Áhugamanneskjur um Nirvana ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.

Hljómsveit kvöldsins:

Söngur: Kristófer Jensson / Einar Vilberg
Gítar: Franz Gunnarsson
Trommur: Arnar Gíslason
Bassi: Guðni Finnsson