Ég varð brjálæður þegar ég sá fréttina á mbl.is. Og svo hljóðar fréttin.
Ákveðið hefur verið að efna til aukatónleika með hljómsveitinni Rammstein hinn 16. júní en miðar á tónleika sem halda á 15. júní seldust upp á rúmum klukkutíma í vikunni. Miðaverð á aukatónleikana verður hið sama og á hina og hefst salan á næstkomandi fimmtudag.

Að sögn Kára Sturlusonar, eins tónleikahaldara, voru þýsku rokkararnir agndofa þegar þeir fréttu af þessum mikla áhuga hér á landi. Þeim hafi því bæði verið ljúft og skylt að verða við beiðni tónleikahaldara um að svara hinni miklu eftirspurn með því að leika á aukatónleikum og gefa fleiri landsmönnum færi á að njóta margrómaðra og skrautlegra tónleika sinna.

Vona að fólk hafi ekki hamstrað svarta miða á fjórföldu verði.