Ég hef alltaf hatað We will rock you, það er eitthvað svo heimskulegt, þunnt og “mindlessly catchy”, svo hefur það alls enga melódíu. Það virðist vera samið með þeim eina tilgangi að fá upp rosa stemmningu á tónleikum án mikils erfiðis, lagið virkar á tónleikum og á íþróttaleikvöngum en til lítils annars(svipað og “We are champions” sem hefur þó ágætis melódíu).
Í fullri alvöru þá myndi Britney Spears hika við að gefa út lag svipað “We will rock you”.
Útgáfan á Live killers hinsvegar “kicks ass”, eina lag Queen sem mér finnst betra á tónleikum en í hljóðveri.
Ps. Þetta er bara mitt álit auðvitað, ég er nokkuð viss um að mAlkAv og milljónum Queen aðdáenda finnst lagið hrein snilld.
<br><br>Ég er ekki að móðga ykkur svo þið skulið ekki móðga mig.