1313: mjög cool lag, geggjaðar trommur. er ekkert intro? flottur solo gítarinn. elska soundið, hvernig magnara er sologítarleikarinn með?
Coma: Nokkur comment: þarf að hækka í gítarnum þarna á 11sekundunni. og söngurinn þarf að vera ákveðnari og kraftmeiri. prófa smá dýpt í sönginn. svo fýlaði ég ekki allveg hvernig þetta guitarinn var alltaf eins í þessum þremur þungu riffum ( mættuð nota smá loose strengi). Annars mjög gott lag
Needle: þarf aðeins meiri bassa í gítarinn í byrjun(bara aðeins bass snútakkinn á magnaranum). betri söngur núna og þetta er geggjað flott lag
Torn: Persónulega fýla ég ekki sona gítar einsog er í laginu og þið eruð að gera ykkur sona frekar blackmetal með þessu lagi ef maður er með hin lögin við hliðiná en ef þið viljið vera þannig þá… hmmm en oki en hitt var sona frekar velvet revolver cool en þeir eru víst líka aðeins sona. en ég fýla alls ekki lög sem eru allveg allt lagið sona´gítar og bara sona lag! :I
en ok.
Paramnesiac: dáldið sona gítar delay í gangi í introinu en það kemur flott út. magnað pikk í gangi þarna líka. Væri frábært ef þú gætir sungið aðeins með trega eins og söngvarinn í Audio Slave gerir þegar þú syngur lágt eins og í þessu lagi. en okei, þetta lag er Langt.mættuð aðeins sleppa nokkrum reapeatum á chorusinn(eða einhvern hluta) eða eitthvað. Væri frábært ef það væri gítar solo þarna einhverntíman á þriðju mínútu til að halda manni aðeins við annars er þetta mjög flott heildarútkoma. flott solo þarna á 6:10. Áður gætið þið haft flott sona mellow guitar-slide solo einhverstaðar á þriðju mín. og sleppt þessum krassandi effectum aðeins, eða hafa bara eitthvað sona clear gítar pikk eins og í introinu en mér myndi lítast betur á gítar-slide solo og hafa þá bara söng við eða eitthvað.
en það lýtur út eins og þið hafið safnað of mikið af gítarriffum og lagið var alltaf lengra og lengra og þið gleymduð ykkur aðeins en eins og í introinu þá gerðuði góða hluti og maður hélt að það væri liðin hálf min en þá voru komnar 2 en gæti verið að ég sé bara þreyttur,hehe. en ok þarna á fjórðu mínútu er eins og lagið sé að fara enda með rólega kaflanum og væri eiginlega bara sniðugt að plugga þetta á tónleikum að hafa þann part því það er allt miklu hærra þá en í græjunum heima og ég er með sennheiser.
Rólegi kaflinn aftast er góður og mætti jafnvel hafa söng sem þú gætir verið með Action-Mic og sagt einhverjar staðhæfingar eða eitthvað sem þú villt en það kæmi þá sona scruffy hljóð dáldið í stíl við gítarinn. en söngurinn er fínn en þú hefur mjög flotta rödd, mann langar stundum að taka undir ef það væri eitthvað “ketsjí” en þú þarft aðeins að þróa röddina og aftur þetta með trega og Audioslave sem ég skrifaði ofar.
en Okei þetta er mjög flott lög og 1313 er mitt uppáhalds eiginlega en samt erfitt að velja en ég fýlaði alls ekki Torn, þótt þið kannski gerið það en ég veit ekki hvaðan það kom miðað við goood vibe-ið í hinum samplonum. þá eruði að breyta mjög til með sona lagi og ég persónulega fýla ekki þannig.
ps. hvernig sett(gítar og magnara) er solo gítarleikarinn ykkar me?. bara forvitni
ps.Ég var að vanda mig og þú mátt prenta þetta út(mæli með því)
ps3. Hvaðan sækiði tónlistaráhrif. á hvað hlustiði?