Núna vill ég biðja um álit ykkar, notendana, um hvernig á að bregðast við skítkasti sem kemur hér fram á tónlistarmenn, mér finnst þetta verulega mikill óþarfi og mér finnst þetta ekki eiga heima hérna. Ég samþykki ekki greinar sem fela í sér skítkast en leyfi gagnrýni eins og þegar ég samþykkti “ofmetnar hljómsveitir” greinina um daginn (þó það hefði hugsanlega verið betra að sleppa því miðað við hvernig umræðan fór fram).

Korkarnir hafa hins vegar oft verið undirlagðir skítkasti á tónlistarmenn. Ég er að hugsa um að taka harðar á þessu og vona að fólk geti lært hvers vegna það er allt í lagi að segja að einhver sé lélegur söngvari/hljóðfæraleikari/lagasmiður/textasmiður en ekki að segja að hann sé fífl sem eigi skilið að deyja.

Er þetta ómissandi þáttur í umræðunni? Þarf að lýsa því yfir að hinir og þessir tónlistarmenn séu fífl og ýmislegt ljótara?

En valið er ykkar, viljið þið málefnalegar umræður eða skítkast?<br><br><A href=“javascript:%20getUserInfoByName('mAlkAv');”>mAlkAv hinn myrki</A>
Millenium Hand and Shrimp.
So Long, And Thanks for All the Fish
<A href="