Mars Volta sýna það og sanna að þetta er ein besta rokksveitin í dag, tracklistinn er mjög mismunandi því að diskurinn er bygður á bók sem að Jeremy Ward sem að er látinn núna fann í aftursæti bíls og hóf að lesa, eftir stutta lesningu fanst honum hann hafa svo margt sameiginlegt með þeim sem að skrifaði bókina að hann sýndi Omar og Bixler bókina og þær ákváðu nú fyrir stuttu að byggja Frances The Mute diskinn upp á þessari sögu líkt og með De-Loused in the Comatorium sem að var bygður á skáldsögu sem að Jeremy skrifaði þar sem að Cerpin Taxt var aðalsöguhetjan. Stóri munurinn er sá að þetta er ekki draumheimur, heldur saga af lífi þess sem að skrifaði bókina og var að leita að fjölskyldu sinni því að hann var ætleiddur á unga aldri, og mórall sögunar er sá að fjölskylda er ekki eitthverjir sem að eru blóðskyldir þér heldur þeir sem að næst þér standa og láta sér ekki standa á sama um hvað þú gerir.
Annars er þetta bara fáránlega góð plata og get ég ekki gert upp á milli De-Loused in the Comatorium og Frances the mute. Bara snilldar hljómsveit sem að eru alvöru listamenn en ekki bara að sækjast eftir peningum og frama.