Tja, fréttir af KoRn. Þeir eru jú að taka upp nýja plötu en þeir hafa bara tekið upp gítar og bassa fyrir 4-5 lög. Þeir eru ennþá að bíða eftir að David jafni sig í úlnliðnum (er í endurhæfingu, stutt í að hann verði 100% aftur). Jonathan ætlar að taka upp sönginn í gömlu húsi í Skotlandi sem er sagt vera reimt. Það gengur frekar hægt að taka upp þessa plötu þar sem David er fjarverandi. Það er væntanlegt að platan komi út í september/október ef allt gengur upp. Líklegt er að KoRn og Deftones fari á tónleikaferðalag saman þegar #5 kemur út. Einnig hafa heyrst kjaftasögur um að Metallica vilji vera með í þessum túr. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. það skal taka það fram að það hafa ekki lekið út NEIN ný lög með þeim. Það eru fake lög í gangi á netinu og einnig gömul lög með þeim sem ekki allir kannast við eru undir nýju nafni. Sem dæmi þá er Proud undir nafninu Planets og I can remember undir nafninu Same man. Fólk ekki láta blekkjast!
Þeir ætluðu að gera video við Let´s get this party started og það átti að vera tölvugert myndband. Þeir áttu að vera í teiknimyndarheimi (svipað og Titan A.E/Final Fantasy, þ.e grafíklega séð) og ætluðu þeir að fá Industrial Light And Magic til að gera videoið. En þeir hættu við því þeir vildu einbeita sér að því að undirbúa nýja plötu og nota peningana í annað. Myndbandið hefði orðið dýrasta myndband fyrr og síðar og mundi slá þetta óspennandi Rollin´ video úr toppsætinu hvað það varðar.
Þeir ákváðu að láta lítið á sér bera meðan þeir eru að taka upp plötuna. Þó hefur komið mynd af Jonathan og nýja micstandinum hans. Það er óhætt að segja að sá standur er freaky. Af honum að dæma þá verður næsti túr soldið sexual og bio-mechanically sick. Einnig sást á myndunum nýtt útlit Jonathans. Puma fötin hafa fengið að fjúka fyrir ADIDAS, they´re back, og var kominn með goatee. En einhver fan sá til Jonathan í Los Angeles núna nýlega þar sem hann var án skeggs og var líkur því sem hann var árið 94-96. Spennandi að sjá hvernig hann verður.
Fieldy vonast til að gefa út sólóplötu sína 3. júlí næstkomandi. Platan mun heita “Fieldy´s dreams”. Á henni verða Jonathan, Brian og Munky ásamt Eminem, Tre Hardson (Pharcyde) og RBX. Einnig ætlar hann að spila inná lag með Shaquille O´neal. Nick Hexum og Chad Sexton úr 311 spila einnig í því lagi. útkoman verður örugglega fyndin. Shaq í rokk/rapplagi?
Brian og Ryan Shuck hafa jú stofnað fatalínu sem ber nafnið Replicant. Nafnið er tilkomið vegna þess að þeir vildu framleiða flott föt á viðráðanlegu verði. Hægt er að sjá fötin á www.replicantclothing.com og á www.hottopic.com. Munky hefur einni byrjað sína eigin fatalínu.
Jonathan er einnig með aukavinnu þessar vikurnar við að klára soundtrackið fyrir Queen of the damned, framhaldið af Interview with a Vampire. Ég hef heyrt brot úr lagi úr myndinni og það lofar góðu. Ekkert líkt KoRn. Hann hefur þar Brian og Munky ásamt þeim Sam Rivers (Bassi), Vinnie Calaiuta (trommur) Terry Bozzio (trommur: unnið með Steve Vai, Frank Zappa og Mick Jagger). Jonathan semur mest af tónlistinni en fær aðstoð hjá Brian og Munky, ásamt Richard Gibbs. Lög eins og Forsaken, Redeemer og Slept so long eru meðal laga í myndinni. Ef ég man rétt þá á aðalpersónan í myndinni, Lestat, að syngja eitthvað og mun Jonathan lána honum raddböndin.
KoRn eru orðaðir við Reading festival sem fara fram í ágúst, nánartiltekið 24-26 ágúst.
Todd McFarlane sá sem teiknar Spawn myndasögurnar og teiknaði coverið á Follow the leader, hefur KoRn efsta á óskalistanum til að gera “action figures” eftir.
Þetta ætti að duga þeim sem hafa áhuga á í bili :)
Þetta er undirskrift