Nokkrar vanmetnar hljósveitir (að mínu mati)
Við der vorum náttúrulwga sammála um The Who.
Einnig:
Blue Cheer.
Ein af fyrstu hljómsveitunum til að finna upp það sem seinna átti eftir að vera kallað ,,heavy metal“. Stognaðir seint á 7. áratugnum. Dáldið bílskúrsbanda-legt sánd, hrátt, hart og þungt (miðað við sinn tíma allavegana) dimmt rokk og ról/blús/sækadelík. Bassinn ,, fuzzy”. Maður finnur e.v. strax þetta forvera-metal sánd. Grand Funk Railroad urðu líka strax sterklega fyrir áhrifum frá þeim, sewm og Black Sabbath o.sfrv.
Diamond Head. Það er aðallega Metallica sem hefur haldið nafni þeirra á lofti, enda var Diamond Head helsti áhrifavalddur þeirra. Þeir voru frábær hljómsveit, misgóðar plötur kannski en fyrsta platan þeirra, Lighrtning To The Nations er ekkert minna en SNILLD. Hart og þungt, en um leið melódískt þungarokk, átti líklegast þátt í að mótta ,,Thrash-ið“ ásamt Motörhead.
Alice In Chains.
Eitt besta grunge-bandið að mínu mati. Vissulega vinsælir af grunge-aðdáendum og, jú, eiga marga aðdáendur en virðast alltaf hverfa í skuggan á Nirvana, eins og önnur grunge-bönd. Ekki misskilja mig, ég fíla Nirvana en það er ekki eins og þeir séu eina góða grunge bandið sem til er. Mér finnst Alice In Chains minnst jafn góðir, ef ekki bara miklu betri. Svo voru þeir líka í raun grunge/þungarokk. Og varðandi ,,rokkbyltinguna”, Facelifts með Alice In Chains kom út e-ð 2 árum á undan Nevermind, sko.
Noise.
Þetta band finnst mér mjög vanmetið. Frábær hljómsveit og mjög fjölhæf, en fólk blæs á hana vegna þess að þeir hljómi ,,bara eins og Nirvana“, og séu eftirhermur.
FÓLK! Hafið þið hlustað á þá? Þeir eru varla líkir Nirvana!!! Þeir spila grunge,geri það þá að Nirvana-eftirhermum? Og þeim hefur sífellt farið fram og tekist að móta stíl sinn frekar og eru nú á leiðinni að gefa út sína fyrstu plötu. Þeir eru æðslegir á sviði og ég vona að sú dýrð skili sér vel á diskinn. Það sem fer mest í taugarnar á mér er fólk sem stimplar þá svona, án þess einu sinni að hafa hlustað á þá.
Hawkwind.
Frábær hljómsveit og mjög sérstök. Stofnuð e-ð '69 og átti sínar bestu stundir á 8. árartugnum. Spiluðu e-k geisýrurokk/metal, og hafa haft mikil áhrif á margar sveitir. Virkilega ,,júník” band. Þegar maður hlustar á þá dettur manni e.t.v. í hug í senn: Masters Of The Universe (He-Man, en þeir eiga einmitt lag sem heit sama nafni og þeir myndaflokkar;), vísindaskáldsögur, 2001 og Stonehenge (vó, hvað ég er myndrænn ;). Voru svona,,hljómsveit fólksins, fóru eigin leiðir í útgáfum, pródúksjón og sándi og hafa verið kallaðir stærsta underground-bandið". Hreinn sýrukraftur.
Hins vegar þekktastir fyrir að hafa haft Lemmy (seinna í Motörhead) innan borðs og ekki síður, að hafa rekið hann (eftir að hann var tekin með fíkniefni á tollstöð á flugvelli).
Jæja, þetta eru svona nokkrar sem ég man eftir í bili.
Annars hefur mig alltaf langað að heyra í Náttúru. Dr. Gunni skrifaði væna umfjöllun um hana í rokkbókinni sinni og virðist hún vera mjög frambærileg, en ég veit ekkert hvernig ég á að nálgast neitt, hræddur um að þetta hafi ekki komið út á disk. Valdi var ekki með þetta síðast þegar ég tékkaði.