Áhugaverður punktur.. Ég held að það sem þú ert að tala um kallast víst “sell-out” á fræðimáli, þ.e. þú fílar einhverja hljómsveit, en getur ekki afborið að hlusta á hana ef svo einkennilega vill til að fleiri en tveir aðrir hlusta á hana líka, eða hún fer alltíeinu að spilast í útvarpi eða selur fleiri en 10 eintök af plötunum sínum. Þá vill oft setninginn "Djövulsins [setjið inn nafn hljómsveitar hér] sell-out hórur!“. Viðkomandi rembist sumsagt eins og rjúpan við staurinn við að halda sér ”alternative“ og fær martraðir ef einhver svo mikið sem nefnir ”mainstream" í sambandi við hljómsveitirnar sem hann/hún fílar.
Persónulega finnst mér þetta kjaftæði. Í sambandi með Limp Bizkit þá hlustaði ég mikið á Significant other, og fannst hún mjög skemmtileg, en finnst einfaldlega ekkert svo spennandi það sem þeir eru að gera á súkkulaðistjörnufiskinum. Það getur verið að það sé líka tilfellið hjá fleirum, en ég sé samt ekki tilganginn í að eyða orku í að hata Fred Durst og Limp Bizkit þó ég sé ekki hrifinn af tónlistinni þeirra lengur.<br><br>——————————
- Þú Frelsast ekki eftir á (TM)