Uppáhaldshljómsveit: Dream Theater
þar MJÖG skammt á eftir kemur Pain of Salvation
Uppáhaldsplata: Dream Theater - Images and Words, 1992. Platan sem skilgreindi Progressive Metal stefnuna og setti standardinn. Óteljandi hljómsveitir hafa reynt að kópera þessa plötu en ekki tekist.
#2: Pain of Salvation - The Perfect Element pt. 1
Þið getið rétt ímyndað ykkur hve spenntur ég var í febrúar þegar þessi hljómsveit kom hingað, og hve vonsvikinn ég var þegar Kaffi Reykjavík klúðraði tónleikunum. Þið getið þá einnig ímyndað ykkur hvað ég er ótrúlega spenntur yfir því að hún er að koma hingað aftur snemma í ágúst, til að spila á Gauknum… OH YESSSS!!
Eina ástæðan fyrir því að Pain of Salvation er ekki uppáhaldshljómsveitin mín, er sú að Dream Theater hafa verið starfandi lengur og gefið út fleiri plötur (fimm stúdíóplötur (+ 2 live, 1 EP og 1 DVD) á móti þremur hjá PoS). Reyndar er standardinn hjá PoS meiri en DT, þannig að ef að The Perfect Element pt. 2 verður eins góður og pt.1 þá mun Pain of Salvation komast á toppinn.
Þorsteinn
Resting Mind concerts