Gunnar Smári Egilsson er djöfullinn í mannslíki! Hann lokaði einu góðu útvarpsstöð Íslands.
Á hvað eigum við að hlusta núna? FM957 ??? ég ætla rétt að vona ekki!!
Þeir segja að þetta sé vegna langvarandi tapreksturs.
Hvernig væri að gefa allavega starfsmönnum stöðvarinnar fyrirvara á uppsögninni í staðin fyrir að loka bara útsendingu og engin fyrirvari gefin á þessu öllu saman.. þetta er sorgardagur rokkara á Íslandi.. Freysi, Matti, Doddi, Tvíhöfði, Valli Dordingull, Alli og Reynir Breakbeat, Robbi Chronic, Stjáni Stuð… ég vill þakka ykkur öllum fyrir að fylgja mér í gegnum lífsins veg og vel unnið starf. Freysi skemmti manni á þungum eftirmiðdögum, tvíhöfði vakti mann á morgnanna…. lífið verður ekki hið sama án ykkar allra…
